Skilmálar

 

Vöruverð

Verð á vefverslun No. 1 kerti eru með virðisaukaskatti og eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur, prentvillur og myndvillur. No. 1 kerti áskilur sér rétt til að afturkalla pantanir í heild eða að hluta ef að viðkomandi vara er uppseld, skemmd eða gölluð. No. 1 kerti mun upplýsa kaupanda um allt slíkt eins fljótt og kostur er, og hugsanlega koma með tillögu að annarri vöru sem kaupanda gefst kostur á að samþykkja eða hafna. Seljandi áskilur sér rétt til að breyta verði á vöru án fyrirvara en verð eru almennt breytileg.

  

Afhending

Afgreiðsla pantana tekur almennt allt að tvo virka daga, en afgreiðsla sérpantana allt að sjö virka daga. 

  

Vöruskil

Kaupandi sem verslar á no1kerti.is hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að varan hafi ekkert verið notuð, að sérpöntunum undanskildum að því gefnu að henni sé skilað í fullkomnu lagi í söluhæfum og upprunalegum umbúðum. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Skilafrestur byrjar að líða frá því að vara er keypt. Reikningskvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með vöruskilum. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Það er okkur mikilvægt að viðskiptavinir séu ánægðir því hvetjum við viðskiptavini að senda á netfangið no1kerti@gmail.com telji þeir að kaupin séu ekki fullnægjandi. Að öðru leyti vísum við til laga nr. 48/2003 um neytendakaup. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Ef vörum er skilað með Dropp eða Póstinum er sendingarkostnaður greiddur af kaupanda.

 

Gallaðar vörur

Ef vara er gölluð er No. 1 kerti skylt að bjóða kaupanda viðgerð, nýja vöru, afslátt eða afturköllun kaupa. Samkvæmt lögum um neytendakaup nr. 48/2003 á kaupandi rétt á því að fá gallaða vöru bætta ef tilkynning berst okkur innan tveggja mánaða frá því að kaupandi varð var við galla. No. 1 kerti mælir með því að kaupandi sendi tölvupóst á netfangið no1kerti@gmail.com sem fyrst frá því að galli uppgötvast.

 

Vara ekki til

Við leggjum kapp á að hafa lagerstöðu rétta í vefversluninni, en ef keypt er vara sem ekki reynist til á lager verða þau kaupin endurgreidd.

 

Trúnaður

Farið er með allar persónuupplýsingar sem trúnaðarmál og þær aðeins nýttar í þeim tilgangi að klára viðskiptafærslur. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

 

Varnarþing

Þessir skilmálar eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna þeirra, skal það rekið fyrir íslenskum dómstóli. Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um neytendasamninga nr 16/2016 og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 16/2016 byrja að líða þegar móttaka vöru á sér stað.

 

Með greiðslu staðfestir kaupandi að hann þekki gildandi skilmála vefverslunarinnar no1kerti.is. Hver kaup eru bindandi fyrir kaupanda samkvæmt skilmálum og skilyrðum vefverslunarinnar.