Um No. 1 kerti

Hæ kæru viðskiptavinir, ég er Vala og er fædd og uppalin á Seltjarnarnesi. Ég er líffræðingur að mennt en hef alltaf haft ástríðu fyrir því að skapa fallega hluti, og hef því ákveðið að fylgja hjartanu og langar til að deila með ykkur verkum mínum.

Allt á sína sögu. Öll höfum við tekist á við áskoranir á lífsleiðinni sem móta okkur og styrkja. Kertin eiga líka sína sögu. No.1 kertin eru búin til af mikilli gleði, natni og umhyggju úr flöskum og kertavaxi sem átti að henda. Ég þvoði, skar og slípaði hvert einasta gler. Vonandi nýtur þú bjarmans þegar kveikt er á kertinu. Aldrei gleyma að sjá lífið í réttu ljósi.